Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Meiðsli De Jong og Pedri líklega af alvarlegum toga
Mynd: EPA
Frenkie De Jong og Pedri, leikmenn Barcelona, verða líklega frá út tímabilið ef marka má það sem Xavi, þjálfari liðsins, sagði í viðtali eftir markalausa jafnteflið gegn Athletic í gær.

Báðir hafa verið fastamenn á miðsvæði Börsunga en De Jong fór meiddur af velli eftir aðeins rúmar tuttugu mínútur.

Af myndum að dæma virðist hann hafa snúið á sér ökklann á meðan Pedri meiddist aftan í læri.

„Meiðsli Pedri og De Jong líta ekki vel út, því miður. Þetta virðist alvarlegt. Við erum mjög leiðir og höldum að þeir verði frá í langan tíma,“ sagði Xavi.

Pedri hefur glímt við erfið meiðsli síðasta árið en spænskir miðlar bendla það við leikjaálagið tímabilið 2020/2021 þar sem hann spilaði 78 leiki á einu ári, þá aðeins 18 ára gamall. Síðan þá hefur hann reglulega glímt við meiðsli.

Blóðtaka fyrir Barcelona sem er einnig án Gavi, Alejandro Balde og Ferran Torres.
Athugasemdir
banner
banner
banner