Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 04. mars 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Tierney ekki með flautuna um næstu helgi eftir mistökin umtöluðu
Paul Tierney.
Paul Tierney.
Mynd: Getty Images
Paul Tierney mun ekki starfa sem aðaldómari í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir mistökin sem hann gerði í sigurleik Liverpool gegn Nottingham Forest.

Tierney stöðvaði leikinn vegna höfuðmeiðsla þegar Nottingham Forest var með boltann en hóf leik að nýju með því að láta Caoimhin Kelleher markvörð Liverpool fá boltann.

Stuttu seinna skoraði Darwin Nunez eina mark leiksins, á 99. mínútu eða einni mínútu og 50 sekúndum eftir að leikur hófst að nýju.

Dómarasambandið hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð því Forest hefði átt að fá boltann þegar leikur hófst að nýju.

Leikmenn og starfsmenn Forest umkringdu Tierney eftir leikinn og Steven Reid sem er í þjálfarateyminu fékk rautt spjald. Evangelos Marinakis eigandi Forest elti Tierney alla leið að dómaraklefanum.

Þó Tierney muni ekki vera aðaldómari úti á velli um næstu helgi þá mun hann starfa sem VAR dómari í leik Arsenal gegn Brentford á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner