Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Vill fá fyrrum aðstoðarþjálfara Bayern til að taka við af Tuchel
Hermann Gerland var aðstoðarmaður Pep Guardiola
Hermann Gerland var aðstoðarmaður Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Lothar Matthaus vill að Bayern München fái Hermann Gerland, fyrrum aðstoðarþjálfara liðsins, til að taka við af Thomas Tuchel í sumar.

Bayern og Tuchel hafa þegar staðfest að þjálfarinn muni láta af störfum eftir tímabilið.

Það gæti meira að segja farið svo að hann verði látinn fara ef Bayern tekst ekki að vinna Lazio í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en eitt er víst og það er að Tuchel er á förum.

Margir hafa verið orðaðir við stöðuna, þar á meðal Xabi Alonso og Roberto De Zerbi, en Matthaus kom með annað nafn inn í umræðuna.

Hann vill að Hermann Gerland, fyrrum aðstoðarþjálfari liðsins, taki við liðinu til bráðabirgða. Gerland var aðstoðarmaður Pep Guardiola, Hansi Flick, Carlo Ancelotti og Jupp Heynckes.

Gerland hætti árið 2021 en Matthaus vonast til að hann sé tilbúinn að taka við, enda þekkir hann félagið út í gegn. Gerland var síðast í þjálfarateymi U21 árs landsliðs Þýskalands sem spilaði á EM síðasta sumar.

„Ég get ímyndað mér að fá Hermann Gerland, sem er vinsæll hjá öllum hjá Bayern og er ekki bara stórt nafn meðal leikmanna heldur líka hjá stjórnarmönnum félagsins. Honum myndi takast að skapa samheldni í liðinu,“ sagði Matthaus við Sky.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner