Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United á Englandi, krefst þess að fá 180 þúsund pund í vikulaun ef hann á að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Daily Mail segir að Man Utd hafi opnað viðræður við Mainoo varðandi nýjan langtímasamning.
Mainoo er 19 ára gamall og spilað stórt hlutverk í liðinu síðustu tvö árin.
Englendingurinn er samningsbundinn United til 2027 með möguleika á öðru ári en föruneyti hans ræðir nú við félagið um nýjan samning sem felur í sér veglega launahækkun.
Kemur fram í frétt Daily Mail að Mainoo vilji 180 þúsund pund í vikulaun ásamt bónusgreiðslum, sem væri þá í samræmi við stöðu hans sem enskur A-landsliðsmaður.
Miðjumaðurinn hefur spilað 25 leiki og komið að tveimur mörkum á annars arfaslöku tímabili United, en liðið situr í 14. sæti og eru litlar líkur á því að liðið spili í Evrópukeppni á næsta ári.
Athugasemdir