Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 10:12
Elvar Geir Magnússon
Samningnum rift eftir aðeins hálfan mánuð
Jannik Pohl.
Jannik Pohl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðslavandræði danska sóknarmannsins Jannik Pohl halda áfram en samningi hans við þýska D-deildarliðið Phönix Lübeck var rift eftir aðeins tvær vikur.

Pohl gekk í raðir félagsins frá Fram. Hann hafði verið hjá Fram í þrjú tímabil en verið mikið á meiðslalistanum.

Hann spilaði 19 leiki fyrir Fram tímabilið 2022, átta leiki 2023 og fjóra leiki á síðasta tímabili.

Hann náði að spila einn leik fyrir Phönix Lübeck en þegar það var ljóst að hann yrði frá í einhverja mánuði vegna meiðsla var tekin ákvörðun um að rifta samningnum.

Frank Salomon, íþróttastjóri Phönix Lübeck, segir við Kicker að meiðslin hafi verið mikið högg fyrir liðið og Pohl sjálfan.

Pohl er 28 ára og hefur á ferli sínum spilað fyrir Álaborg, Groningen og Horsens. Hann á þrettán mörk að baki í dönsku úrvalsdeildinni og þá skoraði hann alls tíu mörk í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner