Arne Slot, stjóri Liverpool, var í síðustu viku dæmdur í tveggja leikja bann eftir framkomu sína í garð dómarans Michael Oliver eftir 2-2 jafnteflisleik gegn Everton. Mönnum var heitt í hamsi í leikslok en Everton jafnaði í uppbótartíma.
Enska fótboltasambandið hefur opinberað dóminn og segir Slot hafa verið með ákveðna og árásargjarna hegðun þegar hann fór upp að Oliver.
Slot er sagður hafa blótað dómaranum og sagt við hann að dómar hans hafi verið hliðhollir Everton. Þá hafi hann spurt hann hvort hann væri stoltur af sinni frammistöðu.
Enska fótboltasambandið hefur opinberað dóminn og segir Slot hafa verið með ákveðna og árásargjarna hegðun þegar hann fór upp að Oliver.
Slot er sagður hafa blótað dómaranum og sagt við hann að dómar hans hafi verið hliðhollir Everton. Þá hafi hann spurt hann hvort hann væri stoltur af sinni frammistöðu.
Í dómnum er Slot einnig sagður hafa sagt: „Ef við við vinnum ekki deildina þá mun ég fokking kenna þér um," áður en hann hrópaði tvisvar á Oliver: „Fokking hneyksli!".
Í svari frá Slot segist hann hafa í raun sagt við Oliver: „Ef við vinnum ekki deildina þá þarf ég að þakka þér fyrir það."
Slot fékk tveggja leikja hliðarlínubann og afplánaði fyrri leikinn í banninu gegn Newcastle á miðvikudaginn. Þá verður hann í banni í útileik gegn Southampton þann 8. mars.
Slot verður hinsvegar í boðvangnum í Meistaradeildarleiknum gegn Paris St-Germain á morgun þar sem bannið á aðeins við um enskar keppnir.
Slot verður mættur aftur á hliðarlínuna í ensku úrvalsdeildinni þann 2. apríl, gegn Everton á Anfield.
Athugasemdir