Miðvörðurinn Kristján Hauksson hefur skrifað undir samning við Fylki út tímabilið. Eftir að hafa hætt hjá Fram tilkynnti Kristján að hann væri hættur í boltanum en áttaði sig svo á því að hann væri ekki tilbúinn að hætta strax.
Þú mættur í Lautina, það voru ekki margir sem bjuggust við þessu?
Ég bjóst ekki við þessu sjálfur. Fyrst bjóst ég við að taka tímabilið með Fram en svo ætlaði ég að hætta. Ég var sáttur við það kannski í eina viku, svo varð ég að komast í einhvern bolta og ákvað að fara á æfingu hjá Fylki og heillaðist af þessu.
Voru mörg lið að liggja í þér?
Nei ég fékk tilboð frá einu utandeildarliði, Frómas, það var mjög freistandi en ég ákvað að geyma það. Annars var síminn alveg opinn.
Það hefur kitlað þig að fara á fullt í þetta aftur?
Já það gerði það. Ég var ekki tilbúinn að hætta en það tók mig smá tíma að átta mig á því. Nú er ég bara mjög spenntur og klár í þetta.
Verður ekki furðulegt að mæta Fram eftir það sem á undan er gengið?
Það er skrítið að spila á móti sínu félagi. En það verður ekkert mál þannig. Ég get ekki annað en talað vel um Fram. Þetta bara gekk ekki upp og stundum er það þannig.
Þekkirðu einhverja stráka í Fylkisliðinu?
Já ég spilaði með Heiðari Geir auðvitað og svo kannast maður alltaf við einhverja. Svo fór ég með þeim í æfingaferð og er búinn að kynnast þeim, þetta er mjög skemmtilegur hópur.
Þú ert í mjög krefjandi námi, er það ekkert að trufla þig?
Það var smá tími í vetur þar sem voru stór próf hjá mér. Núna er þetta bara rólegt og þetta er ekkert að trufla þig.
Þannig að þú verður í fótboltanum næstu árin?
Klárum þetta tímabil og skoðum þetta svo.
Athugasemdir