Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
   fim 04. apríl 2013 17:30
Elvar Geir Magnússon
Kristján Hauks: Fékk tilboð frá utandeildarliði
Kristján Hauksson og Agnar Bragi Magnússon sem samdi líka við Fylki í dag.
Kristján Hauksson og Agnar Bragi Magnússon sem samdi líka við Fylki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Miðvörðurinn Kristján Hauksson hefur skrifað undir samning við Fylki út tímabilið. Eftir að hafa hætt hjá Fram tilkynnti Kristján að hann væri hættur í boltanum en áttaði sig svo á því að hann væri ekki tilbúinn að hætta strax.

Þú mættur í Lautina, það voru ekki margir sem bjuggust við þessu?
Ég bjóst ekki við þessu sjálfur. Fyrst bjóst ég við að taka tímabilið með Fram en svo ætlaði ég að hætta. Ég var sáttur við það kannski í eina viku, svo varð ég að komast í einhvern bolta og ákvað að fara á æfingu hjá Fylki og heillaðist af þessu.

Voru mörg lið að liggja í þér?
Nei ég fékk tilboð frá einu utandeildarliði, Frómas, það var mjög freistandi en ég ákvað að geyma það. Annars var síminn alveg opinn.

Það hefur kitlað þig að fara á fullt í þetta aftur?
Já það gerði það. Ég var ekki tilbúinn að hætta en það tók mig smá tíma að átta mig á því. Nú er ég bara mjög spenntur og klár í þetta.

Verður ekki furðulegt að mæta Fram eftir það sem á undan er gengið?
Það er skrítið að spila á móti sínu félagi. En það verður ekkert mál þannig. Ég get ekki annað en talað vel um Fram. Þetta bara gekk ekki upp og stundum er það þannig.

Þekkirðu einhverja stráka í Fylkisliðinu?
Já ég spilaði með Heiðari Geir auðvitað og svo kannast maður alltaf við einhverja. Svo fór ég með þeim í æfingaferð og er búinn að kynnast þeim, þetta er mjög skemmtilegur hópur.

Þú ert í mjög krefjandi námi, er það ekkert að trufla þig?
Það var smá tími í vetur þar sem voru stór próf hjá mér. Núna er þetta bara rólegt og þetta er ekkert að trufla þig.

Þannig að þú verður í fótboltanum næstu árin?
Klárum þetta tímabil og skoðum þetta svo.
Athugasemdir
banner