lau 04. apríl 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stephen Kenny tekinn við Írska landsliðinu (Staðfest)
Írland er komið með nýjan landsliðsþjálfara. Stephen Kenny er tekinn við sem þjálfari landsliðsins af Mick McCarthy.

Samningur McCarthy átti að renna út í kjölfar EM, 31. júlí í sumar, og átti Kenny að koma inn í starfið strax í kjölfarið.

Kenny sem var þjálfari U21 árs landsliðsins tekur við tafarlaust þar sem EM verður ekki haldið í sumar.

Írland á að mæta Slóvakíu á útivelli í umspili hvort liðið komist áfram og sigurvegari þar mætir Bosníu eða Norður-Írlandi.
Athugasemdir
banner
banner