Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   sun 04. apríl 2021 22:30
Aksentije Milisic
Átti Brighton að fá víti?
Manchester United vann 2-1 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Danny Welbeck, fyrrverandi leikmaður United, kom gestunum í forystu í fyrri hálfleiknum en United svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum og vann góðan sigur.

Í síðari hálfleik gerðist umdeilt atvik. Á 70. mínútu vildi Brighton fá vítaspyrnu en leikmenn liðsins vildu þá meina að Harry Maguire, fyrirliði United, hafi togað Welbeck niður.

Mike Dean, dómari leiksins, dæmdi ekkert. VAR skoðaði atvikið en að lokum var ákveðið að dæma ekki neitt.

Myndband af þessu atviki má sjá með að smella hérna.
Athugasemdir
banner