Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. apríl 2021 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Arna Sif skoraði í fyrsta leik með Glasgow
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Celtic 0 - 3 Glasgow City
0-1 A. Colvill ('20)
0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('71)
0-3 N. Farrelly ('77)

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék í dag sinn fyrsta leik með Glasgow City í Skotlandi. Tilkynnt var um lánssamning frá Þór/KA í desember en ekkert hefur verið leikið í skosku kvennadeildinni eftir áramót vegna heimsfaraldursins.

Þar til í dag. Arna var í byrjunarliði Glasgow og lék í treyju númer átján. Hún skoraði annað mark Glasgow með skalla eftir hornspyrnu á 71. mínútu. Arna spilaði allar mínútur leiksins.

0-3 urðu lokatölur fyrir gestaliðið sem fer upp að hlið Rangers á toppnum. Rangers er í efsta sæti á markatölu en bæði lið hafa 21 stig eftir átta umferðir.

Glasgow sló út Val í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í nóvember. Sú viðureign fór í vítaspyrnukeppni. Næsti leikur liðsins er gegn Forfar um næstu helgi.

Smelltu hér til að sjá mark Örnu




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner