Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír erfiðir heimaleikir í september: Þurfum sex til níu stig
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu gegn Liechtenstein.
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu gegn Liechtenstein.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina.
Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi skoraði tvennu gegn Rúmeníu í 2-1 sigri síðasta október.
Gylfi skoraði tvennu gegn Rúmeníu í 2-1 sigri síðasta október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fékk þrjú stig af níu mögulegum í fyrsta glugganum í undankeppni HM 2022.

Ísland tapaði fyrir Þýskalandi og Armeníu, en vann öruggan sigur gegn Liechtenstein.

„Við erum búnir með fyrsta fjórðung. Þetta er eins og í körfunni; fyrsti fjórðungur er búinn og við erum 1-0 undir. Við þurfum að sjá til þess að í september, október og nóvember að við náum að jafna og komast yfir, og halda okkar möguleikum lifandi í riðlinum," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir sigurinn á Liechtenstein.

En hvenær eru næstu leikir og á móti hverjum?

Evrópumótið fer fram í sumar en á meðan 24 þjóðir frá Evrópu taka þátt þar, þá fer íslenska liðið í æfingaleiki. Það verður góður gluggi fyrir Arnar, Eið og Lars til að koma gildum sínum enn meira inn í íslenska liðið og prófa fleiri leikmenn. Ísland á bókaða æfingaleiki gegn Færeyjum og Póllandi á útivelli. Það verður undirbúningsleikur fyrir Pólland fyrir EM.

Svo í september er það alvaran sem tekur við aftur. Þá spilum við þrjá leiki á heimavelli. Það verður fyrstu heimaleikir nýrra þjálfara með liðið. Við spilum við Rúmeníu fyrst, svo Norður-Makedóníu og að lokum Þýskaland.

Það verða erfiðir leikir sem verða spilaðir á sex dögum. Riðillinn er óútreiknanlegur og Ísland verður að minnsta kosti að taka sex stig úr þessum leikjum, helst sjö og draumurinn væri auðvitað níu - þó það verði alveg gríðarlega erfitt. Þýskaland mætir hingað með nýjan þjálfara og það verður gaman að sjá hver það verður.

Við unnum sigur á Rúmeníu á Laugardalsvelli í október á síðasta ári í umspili fyrir EM þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin. Við þurfum á honum að halda í þessum leikjum. Norður-Makedónía er sýnd veiði en alls, alls ekki gefin. Þeir unnu jú Þýskaland fyrir nokkrum dögum síðan og eru á leið á Evrópumótið í sumar. Þeir komust á það í gegnum D-deild Þjóðadeildarinnar. Þjóðverjar eru svo með heimsklassa menn í flestöllum stöðum og þeir unnu nokkuð þægilegan sigur á okkur fyrir rúmri viku. Það er þó alveg hægt að stríða þeim.

Það er aldrei að vita hvernig hópur Íslands verður í þessum leikjum verður. Kannski verða einhver ný nöfn komin inn í myndina og aðrir dottnir út úr myndinni. Það kemur í ljós þegar nær dregur en sex mánuðir eru langur tími.

Leikirnir í september:
2. september Ísland - Rúmenía
5. september Ísland - Norður-Makedónía
8. september Ísland - Þýskaland

Til að minna á stöðuna í riðlinum, þá er hún svona:

1. Armenía 9 stig
2. Norður-Makedónía 6 stig
3. Þýskaland 6 stig
4. Rúmenía 3 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig

Það virðast allir geta tekið stig af öllum, fyrir utan Liechtenstein og það verður það virkilega fróðlegt að sjá hvernig hann spilast. Í síðustu undankeppni - fyrir HM 2018 - voru liðin í öðru sæti að enda með á bilinu 19 til 27 stig.

Liðin í efsta sæti hvers riðils fara beint á HM í Katar og liðin í öðru sæti fara í umspil ásamt tveimur þjóðum með bestan árangur í Þjóðadeildinni sem enduðu ekki í fyrsta eða öðru sæti í undanriðlunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner