Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ásgeir Orrason (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvetur Ágúst til að rugla í liðinu í Love Island.
Hvetur Ágúst til að rugla í liðinu í Love Island.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í alvörunni? Vitlaust innkast...
Í alvörunni? Vitlaust innkast...
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góður í að gera eitthvað sniðugt sem slær í gegn.
Góður í að gera eitthvað sniðugt sem slær í gegn.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fínn spilari.
Fínn spilari.
Mynd: EPA
Slakur í 2K.
Slakur í 2K.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toppnáungi.
Toppnáungi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir er miðvörður sem lék á láni hjá Keflavík á síðasta tímabili og þótti standa sig vel. Hann var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni.

Ásgeir er uppalinn Bliki sem á að baki tíu leiki fyrir yngri landsliðin. Hans fyrstu leikir með U21 landsliðinu komu í síðasta mánuði á Spáni. Í dag sýnir Ásgeir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ásgeir Helgi Orrason

Gælunafn: Kalla mig allir Geiri

Aldur: ég verð tvítugur í maí

Hjúskaparstaða: maður er í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Það var í Lengjubikarnum árið 2022 þegar ég og Lúkas Magni komum saman inná í lok leiks og Lúkas fékk beint rautt eftir 2 mín, það var helvíti fyndið

Uppáhalds drykkur: nocco

Uppáhalds matsölustaður: Xo

Uppáhalds tölvuleikur: það er helviti gaman að pakka Róberti Frosta saman í NBA 2K í landsliðsferðum

Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends eru svo sjúkir þættir

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir

Uppáhalds hlaðvarp: Þungavigtin

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: alltaf inná Lummunni

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pizzan er ad leggja af stad til tin.

Kvedja Domino's Pizza.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ætli það sé ekki bara Stjarnan, hef aldrei fílað að mæta á Samsung völlinn

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Désiré Doué

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir sem koma upp í hugann en ætli maður verði ekki að gefa shoutout á Óskar, Dóra og svo Halla og Bóa

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Eyþór Wöhler á æfingum er helvíti þreyttur gæi

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi

Sætasti sigurinn: Úrslitin á moti Stjörnunni í 3 flokki, kongurinn Bjarki Freyr með úrslita mark í framlengingu

Mestu vonbrigðin: tapið á móti Aftureldingu um að komast upp í bestu með Kef

Uppáhalds lið í enska: Ég er grjótharður Poolari

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Valur Hákonarson myndi koma flottur í Kópavoginn

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Guðmar Gauti er gæði

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Tobias Thomsen er helvíti sexy

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Emilía Sif í Fjölni, það er pía

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: nýja reglan með markmennina er lowkey skrítin.

Uppáhalds staður á Íslandi: Kóp og Kef

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var ekkert spes þegar ég spilaði minn fyrsta leik með Blikum í bestu deildinni og tók vitlaust innkast fyrir framan Óskar Hrafn

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: neibs

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Þegar það kemur að playoffs í körfunni fylgist ég með og ally pally um jólin

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég hef alltaf verið i nike vapor en er á mörkunum að breyta í tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: úff stærðfræðin var ekki góð

Vandræðalegasta augnablik: Sjálfsmark á 90 mín á móti Frakklandi í 0-0 stöðu var vont

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Daniel Tristan, Valur Hákonar og Arnar Daði, þrír vitleysingar sem er gaman að hlusta á og get ýmindað mér alvöru tengingu þarna við matarborðið.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Valli vall hefur komið verulega sterkur í klefann

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ágúst Orri myndi passa svo vel inn í næsta season í Love Island að ég hvet hann að skella sér. Hann myndi æsa vel í mannskapnum þar.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er 1/8 norskur

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Oliver Stef, algjör toppnáungi þegar maður kynntist honum í Blix

Hverju laugstu síðast: man ekki nákvæmt hvað það var en örugglega einhverju að Ágústi Orra.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: myndi spyrja um einhver ráð hjá Eyþóri Wöhler um að gera eitthvað sniðugt sem myndi slá í gegn. Wöhlerinn er helvíti góður í því.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Spenntur að sjá góða mætingu í sumar og alvöru stuðning!
Athugasemdir
banner
banner