Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sá árangur gefur okkur ekkert í dag"
Dóri varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Blika.
Dóri varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna marki á síðasta tímabili.
Blikar fagna marki á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ná þeir að verja Íslandsmeistaratitilinn.
Ná þeir að verja Íslandsmeistaratitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Jónsson og Dóri Árna.
Arnór Gauti Jónsson og Dóri Árna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er auðvitað bæði heiður og viðurkenning að vera spáð efsta sætinu. En á sama tíma nokkuð eðlilegt í ljósi þess að liðið er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið titilinn tvisvar á síðustu þremur árum," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um spá Fótbolta.net fyrir komandi sumar.

Því er spáð að Breiðablik muni verja Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra.

„Veturinn hefur verið mjög góður," segir Dóri. „Við vorum mjög skýrir frá hverjum hvernig við vildum setja upp undirbúningstímabilið og hvað við vildum fá út úr hvaða hluta þess. Það hefur í raun gengið nákvæmlega eins og lagt var upp með og er hópurinn mjög vel undirbúinn fyrir framhaldið."

Hvernig er stemningin í hópnum fyrir komandi sumri?

„Hópurinn er mjög hungraður í að viðhalda árangri síðustu ára. Menn hafa lagt á sig miklu vinnu í vetur og lokuðu þeim kafla með frábærri æfingaferð sem styrkti andann ennþá betur."

Síðasta tímabil var stórkostlegt fyrir Blika þar sem þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn erkifjendum sínum í Víkingi í lokaleiknum.

„Síðasta tímabil var auðvitað bara frábært. Liðið spilaði vel frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og tapaði einungis þremur leikjum þá sjö mánuði sem mótið nær yfir. En sá árangur gefur okkur ekkert í dag og nú horfum við bara fram á veginn," segir Dóri.

Blikar hafa styrkt lið sitt vel í vetur og mæta með sterkan hóp til leiks í sumar.

„Ég er gríðarlega ánægður með hópinn. Það er samkeppni í liðinu um allar stöður á vellinum og möguleikar á að hreyfa liðið mikið til og hafa marga leikmenn í stóru hlutverki."

„Það er ekki von á liðsstyrk eins og staðan er í dag, en við lokum aldrei neinum dyrum," segir þjálfari Blika.

Síðustu tvö ár hafa Breiðablik og Víkingur farið langt í Evrópukeppni eftir að hafa unnið Bestu deildina. Núna eru Blikar að fara inn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Er það eitthvað sem þeir eru að horfa mikið í núna?

Evrópukeppnin er ein af þeim keppnum sem við tökum þátt í, og við erum algjörlega meðvitaðir um mikilvægi hennar. Hins vegar getum við ekki gert upp á milli verkefni eða ætlað okkur að horfa of langt fram í tímann í einu. Það eru enn nokkrir mánuðir í fyrstu leiki í Evrópu og þangað til einbeitum við okkur að þeim verkefnum sem við tökum þátt í á meðan," segir Dóri.

Hver eru markmiðin fyrir sumarið?

„Markmiðin eru að gera liðið enn betra en það var í fyrra. Ná hámarksframmistöðu í hverjum leik og trúa því og treysta að gæðin og andlegur styrkleiki liðsins sé það mikill að það muni verða til þess hámarksframmstaða muni skili góðri niðurstöðu."

„Ég vil hvetja Blika til að fjölmenna á fyrsta leik tímabilsins á laugardag og styðja liðið vel í allt sumar, bæði í blíðu og stríðu. Stuðningurinn er mikilvægastur þegar á móti blæs og þar þurfum við á okkar frábæra fólki að halda," sagði Dóri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner