„Þetta verður þrusuleikur. Bæði lið unnu í fyrstu umferð og koma inn í þennan leik með meðbyr," segir Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, um leik liðsins gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi-deildarinnar á mánudaginn.
„Síðan við Óli tókum við hafa leikirnir við Víking verið mjög jafnir. Oftast hefur þetta ráðist á einu marki eða verið jafnt. Þetta verður mjög erfiður leikur."
Víkingsvöllur kemur ekki vel undan vetri og í fyrstu umferðinni gegn Fylki var erfitt að spila fallegan fótbolta þar.
„Síðan við Óli tókum við hafa leikirnir við Víking verið mjög jafnir. Oftast hefur þetta ráðist á einu marki eða verið jafnt. Þetta verður mjög erfiður leikur."
Víkingsvöllur kemur ekki vel undan vetri og í fyrstu umferðinni gegn Fylki var erfitt að spila fallegan fótbolta þar.
„Miðað við það sem maður sá í Víkingur-Fylkir þá gæti þurft annarskonar leik en við erum klárir í það. Þetta verður barátta um hvern einasta bolta frá fyrstu mínútu."
„Bæði lið mæta grimm til leiks og með það fyrir augum að það veður ekki auðvelt að spila fancy fótbolta þarna."
Sunnudagur
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)
Mánudagur
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir