Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 04. maí 2021 12:30
Fótbolti.net
Meistaraspáin - City loks á leið í úrslitaleikinn?
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu mörk Manchester City sem vann 2-1 útisigur í fyrri leiknum gegn PSG í París. Hvernig fer seinni leikurinn í Manchester í kvöld?

Tekst Manchester City loksins að komast í úrslitaleikinn?

Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Guðmundur Steinarsson

Manchester City 2 - 1 PSG
Naum forysta Man City en samt svo stór. Risa frammistaða í fyrri leiknum hjá City, tel ég að þeir séu í raun komnir áfram. PSG þarf að eiga stjörnuleik til að eiga möguleika. Ef Neymar og Mbappé verða í stuði þá er smá möguleiki.

Kristján Guðmundsson

Manchester City 3 - 2 PSG
Pochettino verður ađ finna lausn til að frelsa Mbappe úr krumlum varnarmanna City. Ef það tekst þá eiga PSG möguleika á að snúa stöðunni við. Það verður þó þrautinni þyngra fyrir þá ađ verjast sóknarleik City á sama tíma. Markaregn.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Manchester City 1 - 1 PSG
City kemst áfram á sigrinum á útivelli. Þetta verður tæpt og geysilega spennandi í kvöld. Kylian Mbappe er tæpur fyrir leikinn og náði ekki að vera skugginn af sjálfum sér í fyrri leiknum. Ég held að við séum á leið í enskan úrslitaleik!

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 10
Kristján Guðmundsson - 10
Fótbolti.net - 10
Athugasemdir
banner
banner