Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Stutt stopp hjá Ragga í Kaupmannahöfn?
Ragnar í landsleik gegn Moldóvu.
Ragnar í landsleik gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkel Bischoff og Lars Jacobsen, sérfræðingar Eurosport, telja að landsliðsvarnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson eigi ekki framtíð hjá FC Kaupmannahöfn.

Ragnar gekk í raðir FCK í janúar og gerði skammtímasamning við félagið.

Vísir greinir frá því að talið sé að Ragnar muni ekki vera áfram í herbúðum FCK eftir tímabilið.

Ragnar verður 34 ára í júní en hann var ekki valinn í leikmannahóp FCK þegar danski boltinn fór aftur að rúlla eftir stöðvun vegna heimsfaralaldursins.

Ragnar var utan hóps þegar FCK vann Lyngby 4-1 á mánudaginn.

Hann er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins enda varð hann Danmerkurmeistari með því árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner