Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   sun 04. júní 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho gaf til kynna með látbragði að hann verði áfram
Mynd: EPA

Framtíð Jose Mourinho, stjóra Roma, hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga en þetta hafa verið viðburðaríkir dagar hjá portúgalska stjóranum.


Hann fór með Roma í úrslit Sambandsdeildarinnar þar sem liðið tapaði gegn Sevilla en Mourinho var allt annað en sáttur með Anthony Taylor dómara leiksins.

Hann hraunaði yfir hann eftir leikinn og Taylor fékk einnig að finna fyrir því hjá stuðningsmönnum ítalska liðsins.

Hann hefur verið orðaður við PSG en nýjustu fréttir herma að Julian Nagelsmann sé í viðræðum við franska félagið.

Roma vann Spezia í lokaumferð Serie A í kvöld og tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Það vakti athygli eftir leikinn að Jose Mourinho virtist gefa til kynna með látbragði sínu að hann verði áfram hjá Roma.


Athugasemdir
banner