Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   sun 04. júní 2023 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svíþjóð: Aron skoraði og Axel og Valgeir í sigurliði
watermark
Mynd: Guðmundur Svansson

Sirius tók á móti Varnamo í 11. umferð efstu deildar í Svíþjóð í dag.


Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en Óli Valur Ómarsson er fjarverandi vegna meiðsla.

Aron kom liðinu í forystu en staðan var 2-0 í hálfleik. Hann var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik en leiknum lauk með 2-0 sigri.

Hákon Rafn Valdimarsson var í rammanum hjá Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli gegn Djurgarden. Sveinn Aron Guðjohnsen var einnig í byrjunarliðinu en hann fór af velli þegar skammt var til leiksloka.

Elfsborg er á toppnum eð 26 stig en Malmö er í 2. sæti stigi á eftir og á leik til góða. Sirius er í 12. sæti með 11 stig.

Í næst efstu deild vann Örebro 2-0 sigur á Gefle en Axel Andrésson var í byrjunarliði Örebro og Valgeir Valgeirsson kom inn á undir lokin. Örebro fór upp úr fallsæti í bili að minnsta kosti með þessum sigri en liðið er með 13 stig eftir 11 leiki.


Athugasemdir
banner
banner