Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   þri 04. júlí 2017 10:00
Mist Rúnarsdóttir
Margrét Eva: Aldrei að vita nema þið hittið forsetann í brekkunni
Við skoðum stemmarann á Álftanesi í dag
Við skoðum stemmarann á Álftanesi í dag
Mynd: Aðsend
Margrét Eva segir okkur frá starfinu hjá Álftanesi
Margrét Eva segir okkur frá starfinu hjá Álftanesi
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Álftanes varð Íslandsmeistari í Futsal í vetur
Álftanes varð Íslandsmeistari í Futsal í vetur
Mynd: Aðsend
Við höldum áfram að skoða stemninguna hjá liðunum í 1. og 2.deild kvenna í gegnum liðinn „Hvað er að frétta“. Í dag fáum við innlit í starfið hjá Álftnesingum sem leika í 2.deild.

Eftir sjö umferðir er Álftanes með 12 stig, í 4. sæti deildarinnar en markmið liðsins er að leika í 1. deild að ári. Næsti leikur liðsins verður spilaður á fimmtudaginn þegar Álftanes sækir Gróttu heim. Liðin eru einmitt jöfn að stigum í 4. og 5. sæti en nái annað liðið sigri fer það upp í 2. sæti.

Margrét Eva Einarsdóttir, leikmaður Álftaness, sá um að svara nokkrum spurningum um liðið sitt og segja okkur frá starfinu.

Álftanes:
Erkifjendur: Fjölnir
Heimavöllur: Bessastaðavöllur (Forsetavöllurinn)
Fyrirliði: Sigrún Auður
Þjálfari: Birgir Jónasson eða BJ eins og við köllum hann


Hvernig er stemningin hjá Álftanesi?
Mjög góð, erum mjög sáttar við gengi í síðustu leikjum og það hefur góð áhrif á stemninguna. Það er reyndar alltaf fjör hjá okkur á nesinu.

Hvernig er liðið byggt upp?
Hér eru stelpur úr öllum áttum og góð aldursblanda. Liðið er blanda af reynslumiklum leikmönnum og svo ungum og mjög efnilegum stelpum, fengum 3 stelpur frá Haukum á láni, einn reynslubolta og tvo kjúlla og svo náðum við í eina gamla úr Breiðablik, einnig eru ungar stelpur að koma aftur eftir smá heimsókn í Stjörnuna. Það var mjög gott að fá þennan liðstyrk þar sem við urðum fyrir því óláni að missa tvær góðar í slæm meiðsli í vor, slæmt fótbrot og krossbandaslit en það er bara gamla góða það kemur maður í manns stað. Erum mjög sáttar við hópinn okkar, gríðalega skemmtilegur hópur með flottum kjarna.

Hvernig var undirbúningstímabilinu háttað hjá ykkur?
Fyrir áramót tókum við Futsal með trompi og það skilaði sér líka í Íslandsmeistaratitli og með því vorum við að æfa 2x í viku í Spörtu. Við byrjuðum svo bara á fullu úti eftir það og æfðum 4 sinnum í viku og svo að sjálfsögðu eru allir duglegir að æfa aukalega.

Hver eru markmið sumarsins hjá ykkur?
Þau eru bara skýr. Við ætlum okkur upp um deild.

Hvað hefur komið þér mest á óvart í upphafi móts?
Þessi deild er miklu jafnari en ég hélt. Það eru nokkur lið sem geta barist um það að komast upp og líka hvað við eigum mörg góð kvennalið. Fullt af efnilegum stelpum sem eiga eftir að ná langt.

Hvað finnst þér um nýja deildarfyrirkomulagið?
Algjör snilld, eftir nokkur ár sjáum við að þetta er að skila sér og ég held að þetta sé bara til þess að kvennaliðum fjölgi á íslandi. Stelpur hætta við að hætta og finna sér frekar lið til að spila með í 2 og 1 deild.

Komdu með eina skemmtilega staðreynd um félagið sem fólk veit ekki um:
Þessi er ekki beint um félagið en sveitafélagið heldur sérstaklega upp á Margæsadaginn. Álftnesingar eru mjög ánægðir með að fuglinn kíki við á nesinu.

Eitthvað að lokum:
Allir á völlinn! Aldrei að vita nema að þið hittið forsetann í brekkunni
Athugasemdir
banner
banner
banner