Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mið 04. júlí 2018 21:48
Ingólfur Páll Ingólfsson
Gulli Jóns: Hann er náttúrulega djöfull öflugur senterinn hjá þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Þór
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttar var svekktur eftir tapið í dag.

Gunnn>Já að sjálfsögðu alltaf vonbrigði að tapa. Ég var að mörgu leyti ánægður með hvernig þetta var að þróast í fyrri hálfleik, við náum að loka á þeirra hættulegustu menn og vorum að fá þannig upphlaup að við gátum sært þá og gerðum fínt mark. Þess vegna er helvíti súrt að missa boltann eftir innkast og missa þá í skyndisókn,” sagði Gunnlaugur.

Hann er náttúrulega djöfull öflugur senterinn hjá þeim sem að kemst upp að endamörkum og jafnar metin. Í seinni hálfleik, jú við vorum kannski ekki alveg eins sterkir varnarlega í stöðunni 1-1 og mörkin eru þannig að þau eru mjög ódýr og þess vegna þannig vonbrigði að gera ekki aðeins meiri leik og við gerum okkur erfitt fyrir með því að fá þessi mörk á okkur,”

Það fór mikil orka í þennan varnarleik, þeir fara náttúrulega mjög hátt upp með liðið sitt og bakverðina og eins og ég sagði áðan, við vorum að díla vel við það en okkur vantaði kannski smá extra birgðir af orku þegar þeir komast yfir 2-1 og einhvernveginn náum við aldrei þannig færum að ná að jafna leikinn og gera þetta að alvöru leik. Sem er súrt, það þarf ekki nema eitt mark þó staðan sé 3-1 til að hrista upp í hlutunum. ”

Viktor Jónsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik en Gunnlaugur segir að það ætti ekki að vera alvarlegt. Viðtalið í heildina má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner