Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttar var svekktur eftir tapið í dag.
Gunnn>Já að sjálfsögðu alltaf vonbrigði að tapa. Ég var að mörgu leyti ánægður með hvernig þetta var að þróast í fyrri hálfleik, við náum að loka á þeirra hættulegustu menn og vorum að fá þannig upphlaup að við gátum sært þá og gerðum fínt mark. Þess vegna er helvíti súrt að missa boltann eftir innkast og missa þá í skyndisókn,” sagði Gunnlaugur.
„Hann er náttúrulega djöfull öflugur senterinn hjá þeim sem að kemst upp að endamörkum og jafnar metin. Í seinni hálfleik, jú við vorum kannski ekki alveg eins sterkir varnarlega í stöðunni 1-1 og mörkin eru þannig að þau eru mjög ódýr og þess vegna þannig vonbrigði að gera ekki aðeins meiri leik og við gerum okkur erfitt fyrir með því að fá þessi mörk á okkur,”
„Það fór mikil orka í þennan varnarleik, þeir fara náttúrulega mjög hátt upp með liðið sitt og bakverðina og eins og ég sagði áðan, við vorum að díla vel við það en okkur vantaði kannski smá extra birgðir af orku þegar þeir komast yfir 2-1 og einhvernveginn náum við aldrei þannig færum að ná að jafna leikinn og gera þetta að alvöru leik. Sem er súrt, það þarf ekki nema eitt mark þó staðan sé 3-1 til að hrista upp í hlutunum. ”
Viktor Jónsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik en Gunnlaugur segir að það ætti ekki að vera alvarlegt. Viðtalið í heildina má sjá hér að ofan.
Athugasemdir






















