Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Fjölnir vann í uppgjöri stigalausu liðanna
Fjölnir náði í sín fyrstu stig.
Fjölnir náði í sín fyrstu stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur 0 - 3 Fjölnir
0-1 Eva María Jónsdóttir ('34)
0-2 Sara Montoro ('47)
0-3 Lilja Nótt Lárusdóttir ('49)

Fjölnir gerði góða ferð á Húasvík er liðið mætti Völsungi í 1. deild kvenna.

Fjölniskonur komst yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og bættu gestirnir svo við tveimur mörkum í byrjun seinni hálfleiks. Þær gerðu út um leikinn þannig.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í síðari hálfleiknum og lokatölur 3-0 fyrir Fjölni.

Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn og lyftir Fjölnir sér upp í sjöunda sæti núna. Völsungur er á botninum eftir að hafa spilað tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner