Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. júlí 2021 12:15
Brynjar Ingi Erluson
Patrick Vieira nýr stjóri Crystal Palace (Staðfest)
Patrick Vieira
Patrick Vieira
Mynd: EPA
Patrick Vieira er nýr knattspyrnustjóri Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann gerir samning við félagið til 2024.

Vieira, sem er fæddur í Senegal, átti magnaðan knattspyrnuferil bæði hjá Arsenal og Inter en hann varði þar að auki heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann lék þá einnig með Juventus, Milan, Cannes og Manchester City.

Þetta er þriðja starfið sem hann tekur að sér á þjálfaraferlinum en hann steig sín fyrstu skref í þjálfun með New York City FC.

Hann þálfaði liðið í tvö ár áður en hann fór til Nice í Frakklandi. Vieira var látinn fara þaðan í desember en er nú mættur í úrvalsdeildina.

Vieira tekur við af Roy Hodgson sem hætti með Palace eftir síðustu leiktíð. Frakkinn skrifaði undir þriggja ára samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner