Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fim 04. júlí 2024 21:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór kom til baka og vann Gróttu eftir að hafa lent 0-1 undir í fyrri hálfleik. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs rætti við Fótbolta.net eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Grótta

„Mér fannst við stúta þeim í seinni hálfleik. Komum mjög baráttuglaðir og ferskir. Fyrri hálfleikurinn var mjög hægur, einhver leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður í tveimur efstu deildum á Íslandi. Þeir stóðu á boltanum og voru að senda boltann á milli í öftustu línu, voru ekkert að ógna okkur nema að sparka löngum," sagði Siggi.

„Við náðum að trekkja okkur upp, breyta hvernig við ætluðum að stíga á þá, leikmennirnir gerðu það frábærlega. Mér fannst við miklu miklu betri í seinni hálfleik eftir mjög skrítinn fyrri hálfleik."

Þórsarar hafa farið illa af stað í Lengjudeildinni en hafa nælt í sjö stig í síðustu þremur leikjum.

„Við hefðum allir viljað hafa þau níu. Við eigum leik strax á mánudaginn á móti Grindavík, það er hungur og vilji í liðinu sá ég í seinni hálfleik, ég sá það ekki í fyrri hálfleik. Við sýndum það í seinni og það er það sem við erum búnir að standa fyrir í allan vetur og að einhverju leiti í sumar en ég fékk mjög gott svar. Ég er spenntur fyrir framhaldinu, menn eru að koma til baka eftir meiðsli. Menn eru aðeins þungir eftir þennan leik en við verðum klárir á mánudaginn, við ætlum að safna fleiri stigum," sagði Siggi.

Aron Einar Gunnarsson verður leikmaður Þórs einn daginn. Hann var í stúkunni í kvöle. Er eitthvað að frétta þar?

„Nei bara það að hann er mættur hingað á Pollamótið," sagði Siggi léttur í bragði.


Athugasemdir
banner