Brentford og Fulham mætast í úrslitaleik í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld klukkan 18:45. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Þessi nágrannafélög frá London eru að berjast um sæti í úrvalsdeildinni og ótrúlegar fjárhæðir.
Ef Fulham vinnur mun það tryggja liðinu 135 milljónir punda í tekjur næstu þrjú árin en ef Brentford vinnur fær félagið 160 milljónir punda.
Þessi nágrannafélög frá London eru að berjast um sæti í úrvalsdeildinni og ótrúlegar fjárhæðir.
Ef Fulham vinnur mun það tryggja liðinu 135 milljónir punda í tekjur næstu þrjú árin en ef Brentford vinnur fær félagið 160 milljónir punda.
Brentford endaði í þriðja sæti í Championship deildinni en liðið sló Swansea út í undanúrslitum í umspilinu. Fulham endaði með jafnmörg stig og Brentford í 4. sæti en síðarnefnda var með betri markatölu.
Fulham, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra, vann Cardiff í umspilinu á dögunum.
Brentford spilaði síðast í efstu deild árið 1947 en liðið hefur vakið mikla athygli undir stjórn hins danska Thomas Frank.
Sóknarmennirnir Said Benrahma, Bryan Mbeumo og Ollie Watkins hafa skorað samtals 59 mörk á þessu tímabili en Brentford er einnig með næstbestu vörnina í deildinni.
Spennandi tímar eru framundan hjá Brentford en félagið mun flytja á nýjan leikvang á næsta tímabili sem tekur 17,500 áhorfendur í sæti. Sigurinn á Swansea var síðasti leikur liðsins á Griffin Park.
Íslenski markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er á mála hjá Brentford en hann spilaði sinn fyrsta deildarleik með liðinu á síðasta tímabili.
Athugasemdir