Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. ágúst 2021 18:25
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og ÍA: Bæði lið þurfa sigur í kvöld
Þrjár breytingar hjá báðum liðum.
Emil Atlason kemur inn í liðið hjá Stjörnunni í kvöld.
Emil Atlason kemur inn í liðið hjá Stjörnunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron Guðmundsson er að spila sinn fyrsta deildarleik í byrjunarliði fyrir Stjörnuna.
Eggert Aron Guðmundsson er að spila sinn fyrsta deildarleik í byrjunarliði fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hjörtur Þrastarson flautar til leiks á Samsungvellinum í Garðabæ klukkan 19:15 þegar Stjörnumenn fá ÍA í heimsókn í sannkölluðum botnbaráttuslag í 15.umferð Pepsí Max-deildar karla.

Stjörnumenn sitja fyrir leik kvöldsins í tíunda sæti deildarinnar með 13.stig. Skagamenn sitja á botni deildarinnar með 9.stig.

Stjarnan fór í Víkina í síðustu umferð og mættu þar Víkingum frá Reykjavík og töpuðu 3-2. Skagamenn fengu Fimleikafélag Hafnarfjarðar í heimsókn upp á Skaga í síðustu umferð og töpuðu 3-0.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Samsungvellinum!!!

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Víkingum. Casper Sloth er utan hóps hjá Stjörnunni í kvöld. Oliver Haurits og Halldór Orri Björnsson fá sér sæti á bekknum. Björn Berg Bryde, Eggert Aron Guðmundsson og Emil Atlason koma allir inn í liðið.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn FH. Ísak Snær Þorvaldsson og Hlynur Sævar Jónsson eru báðir í leikbanni og eru ekki í leikmannahópi ÍA í kvöld. Guðmundur Tyrfingsson fær sér sæti á bekknum. Ólafur Valur Valdimarsson, Brynjar Snær Pálsson og Wout Droste koma allir inn í liðið.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
6. Magnus Anbo
9. Daníel Laxdal (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde
30. Eggert Aron Guðmundsson


Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
5. Wout Droste
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Elias Tamburini
44. Alex Davey

BEINAR TEXTALÝSINGAR:
19:15 Valur - KR
19:15 FH - HK
19:15 Stjarnan - ÍA
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner