Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. ágúst 2021 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Flýgur í bæinn til að sjá Blika spila - Kópacabana trylltir á pöllunum
Kópacabana búin að vera besta stuðningsmannasveitin í sumar
Hilmar Jökull er mikill Bliki og stuðningsmaður landsliðsins.
Hilmar Jökull er mikill Bliki og stuðningsmaður landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna með stuðningsmönnum eftir síðasta leik.
Blikar fagna með stuðningsmönnum eftir síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir, eins og frægt er orðið, Aberdeen í Sambandsdeildinni á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Fótbolti.net ræddi við leikmann Blika, Oliver Sigurjónsson, í dag.

Meira úr viðtalinu við Oliver:
Um fyrirliða Aberdeen: Séð vídeó af honum skellihlæjandi eftir tæklingar

Hvernig líst þér á að spila á Laugardalsvelli?

„Ekki eins næs eins og á Kópavogsvelli en það er alltaf gaman að spila á þjóðarleikvanginum. Það er draumur allra leikmanna að spila í bláa búningnum þar," sagði Oliver

„Stemningin verður kannski öðruvísi. Ég er búinn að heyra að stuðningsmennirnir okkar, Kópacabana, ætli að vera trylltir á pöllunum. Það verður skemmtilegt að fara á völlinn þó að hlaupabrautin sé þarna fyrir. Breiðablik er bara með það gott 'fan base' að það mun verða geggjuð stemning og mjög gaman. Það er ekkert annað hægt að gera en að hafa gaman af þessu."

Hilmar Jökull, mikill stuðningsmaður liðsins, ætlar að fljúga sérstaklega frá Egilsstöðum til að sjá leikinn.

„Já, hann er búinn að lýsa því yfir og orðið frægt að hann er að mæta á staðinn sem er bara gaman. Það er búið að auglýsa eftir einhverjum grænum litum fyrir utan völlinn og eitthvað fleira. Það á að búa til stemningu sem er ógeðslega gaman."

„Að mínu mati er Kópacabana búin að vera besta stuðningsmannasveitin í sumar, búnir að vera með mikil læti og mæta á hvern einasta leik. Það verður fínt að fá fleiri gaura og þar á meðal okkar mann, Hilmar Jökul,"
sagði Oliver.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner