Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. ágúst 2021 11:25
Elvar Geir Magnússon
Þróttur fær spænskan miðvörð (Staðfest)
Alberto Carbonell.
Alberto Carbonell.
Mynd: Samsett
Þróttarar hafa fengið til sín spænskan miðvörð til að hjálpa liðinu að berjast við falldrauginn í Lengjudeildinni.

Um er að ræða 28 ára leikmann, Alberto Carbonell, sem ætti að reynast Þrótturum góður liðsstyrkur.

Carbonell var síðast hjá La Roda CF í spænsku neðri deildunum en hann er fyrrum leikmaður Getafe og Hercules.

Þróttur berst fyrir lífi sínu í Lengjudeildinni en liðið er í ellefta sæti, fallsæti, með tíu stig. Í síðustu umferð vannst nauðsynlegur 3-0 sigur gegn Selfossi.

Næsti leikur Þróttara er gegn Kórdrengjum sem eru í baráttu um að komast upp í Pepsi Max-deildina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner