fim 04. ágúst 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold á óskalista Barcelona - „Hlægileg upphæð"
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er sagður vera á óskalista Barcelona.

Staðarmiðillinn í Liverpool Echo vitnar í grein fjölmiðilsins Fútbol Total um að Barcelona sé að stefna á að kaupa Alexander-Arnold næsta sumar.

Því er haldið fram að Börsungar ætli að bjóða 80 milljónir evra í hægri bakvörðinn öfluga sem er samningsbundinn Liverpool til ársins 2025.

„Fyrir leikmann með sem er álíka hæfileika og Alexander-Arnold þá væri það hreint út sagt hlægileg upphæð. Ekki það að Liverpool sé að leitast eftir því að selja hann - eða leikmaðurinn að fara," segir í grein Liverpool Echo.

Alexander-Arnold, sem er 23 ára, hefur verið gríðarlega mikilvægur í stórkostlegum árangri Liverpool síðustu árin. Hann er uppalinn hjá félaginu og er elskaður af stuðningsmönnum.

Hann hefur talað um þann draum sinn að verða einhvern tímann fyrirliði Liverpool og þykir ólíklegt að hann sé á förum frá félaginu á næstunni.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum en heldur áfram að kaupa leikmen á mikinn pening. Hvernig og af hverju? Þú getur fræðst meira um það með því að hlusta á umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Barcelona á gjörgæslu en hættir ekki að kaupa - Hvað er í gangi?
Athugasemdir
banner
banner
banner