Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. ágúst 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bara búin að skora þrjú en hefur samt komið að flestum mörkum
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild kvenna er að komast aftur á fleygiferð eftir nokkuð langa EM pásu.

Það eru fjórir leikir á dagskrá í kvöld og verða þeir allir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Deildin er rúmlega hálfnuð og það er athyglisvert að skoða það hvaða leikmenn hafa komið að flestum mörkum í sumar, það er að segja þegar mörk og stoðsendingar eru teknar saman.

Á toppi listans er Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, en hún er búin að koma að níu mörkum í sumar. Hún er stoðsendingahæst í deildinni með sex talsins og þá er hún jafnframt búin að gera þrjú mörk.

Næst á eftir koma Brenna Lovera úr Selfossi, Birta Georgsdóttir úr Breiðabliki og Katrín Ásbjörnsdóttir úr Stjörnunni en þær eru allar búnar að koma að átta mörkum.

Þá eru þær þrjár sem hafa komið að sjö mörkum með beinum hætti; Katla Tryggvadóttir, Jasmín Erla Ingadóttir og Hildur Antonsdóttir sem er núna farin til Hollands.

fimmtudagur 4. ágúst
17:30 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
17:30 Valur-Þór/KA (Origo völlurinn)
19:15 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
20:00 Afturelding-Þróttur R. (Malbikstöðin að Varmá)
Athugasemdir
banner
banner