Fyrri leikur Malmö og Dudelange frá Luxemborg í forkeppni Evrópudeildarinnar er lokið en hann fór fram á heimavelli Malmö í Svíþjóð.
Tapliðið úr þessari viðureign mætir Víkingi í næstu umferð Sambandsdeildarinnar ef Víkingur vinnur Lech Poznan.
Malmö þykir mun líklegri aðilinn gegn Dudelange og róðurinn var ansi þungur fyrir Luxemborgara eftir að Charles Morren lét reka sig af velli með tvö gul spjöld eftir hálftíma leik.
Malmö fékk síðan vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Jo Inge Berget klikkaði á henni. Isaac Thelin kom sænska liðinu yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.
Ola Toivonen og Veljko Birmancevic fóru svo langt með að tryggja Malmö sigur í einvíginu með sitthvoru markinu undir lok leiksins.
Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström sem fékk Royal Antwerp frá Belgíu í heimsókn í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en Radja Nainggolan kom Antwerp í 2-1 og tryggði síðan belgíska liðinu 3-1 sigur með marki undir lok leiksins.
Sigurvegarinn úr viðureign Lilleström og Antwerp mætir sigurvegaranum úr viðureign Blika og Istanbul Basaksehir.
Malmo FF 3 - 0 Dudelange
1-0 Thelin Isaac Kiese ('54 )
2-0 Ola Toivonen ('81 )
3-0 Veljko Birmancevic ('85 )
Rautt spjald: Charles Morren, Dudelange (Luxembourg) ('31)
Lillestrom 1 - 3 Antwerp
0-1 Dinis Almeida ('5 )
1-1 Magnus Knudsen ('45 )
1-2 Radja Nainggolan ('50 )
1-3 Radja Nainggolan ('86 )