Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. ágúst 2022 10:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félög í Tyrklandi sýna Rúnari Alex áhuga
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er sagður vera á förum frá Arsenal áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Í enskum fjölmiðlum er talað um það að félög frá Tyrklandi séu áhugasöm um að fá Rúnar Alex í sínar raðir og það sé líklegt að hann endi þar.

Rúnar Alex fór með Arsenal í æfingaferð til Bandaríkjanna á dögunum en hann virðist ekki eiga mikla framtíð hjá félaginu samt sem áður. Í besta falli verður hann markvörður númer þrjú hjá félaginu.

En það er líklegast að hann fari út á láni og er talað um Tyrkland sem mögulegan áfangastað núna.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn var á láni hjá Leuven í Belgíu á síðustu leiktíð og stóð sig vel þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner