banner
   fim 04. ágúst 2022 22:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Poznan hraunuðu yfir leikmennina - Vill sjá þetta á Íslandi
Pólsku stuðningsmennirnir í kvöld
Pólsku stuðningsmennirnir í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur vann sterkan sigur á Lech Poznan á Víkingsvelli í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskt lið leggur Poznan en Stjarnan gerði það um árið þegar liðið vann annan leikinn og gerði jafntefli í hinum.

Það var athyglisvert að sjá eftir leikinn þegar leikmenn pólska liðsins fóru til stuðningsmanna liðsins og stóðu yfir þeim á meðan stuðningsmennirnir hraunuðu yfir þá fyrir frammistöðu liðsins.

Máni Pétursson og Baldur Sigurðsson voru spekingar á Stöð 2 Sport en Máni var mjög hrifinn af þessu uppátæki.

„Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna bara og hlusta á allar skammirnar. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum félagsliðum, þar sem Baldur [Sigurðsson] og félagar eru að spila og ekki góð frammistaða, standa fyrir framan stuðningsmenn bara; Þetta gengur ekki," sagði Máni.


Athugasemdir
banner
banner
banner