Emile Smith Rowe var tilkynntur sem nýr leikmaður Fulham á dögunum en um er að ræða metfé hjá Fulham. Þeir hafa aldrei keypt leikmann á meira en þeir gerðu með Emile Smith Rowe. Englendingurinn kostaði þá 34 milljónir.
Smith Rowe kom í Arsenal árið 2010 en hann hefur alltaf verið í miklum metum hjá Mikkel Arteta, stjóra Arsenal. Miðjumaðurinn var búinn að æfa með Arsenal liðinu í Bandaríkjunum áður en hann skrifaði undir 5 ára samning hjá Fulham sem eru í æfingarferð í Portúgal núna.
‚Ég er ánægður að vera hérna og get ekki beðið að byrja. Ég held að þetta sé spennandi skref fyrir mig og klárlega rétta skrefið. Ég er mjög spenntur.‘ sagði Emile Smith Rowe eftir að hafa skrifað undir hjá Fulham.
Arteta er hins vegar frekar sár eftir söluna.
‚Orkan og andinn hans Emile á hverjum einasta degi var frábær. Hann kom inn í aðalliðið og var frábær fyrir okkur þegar við vorum á erfiðum stað. Hann gerði stuðningsmenn okkar stolta.‘ sagði Mikkel Arteta og hélt svo áfram.
‚Ég er sár að Emile sé að fara frá okkur en aftur á móti spenntur fyrir hans hönd. Hann er kominn á það stig á ferlinum að hann verður að byrja og spila leiki. Emile var elskaður og virtur af öllum innan félagsins. Ég óska honum og fjölskyldu hans góðs gengis hjá Fulham.‘
Fyrsti leikur Fulham í deildinni er gegn Manchester United í opnunarleiknum sjálfum en líkt og kom fram hér áður er liðið í æfingarferð úti í Portúgal þessa stundina.
From Hale End to the first team. 55, 32, and then our number 10.
— Arsenal (@Arsenal) August 2, 2024
Once a Gunner, always a Gunner.
Thanks for the memories, Emile ?? pic.twitter.com/lgWWKHJfIL