Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, þurfti að fara af velli þegar United tapaði 2-1 gegn Aston Villa í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Á bekknum áttu sér stað áhugaverð samskipti en það náðist á myndband þegar portúgalski landsliðsmaðurinn svaraði stuðningsmönnum Aston Villa sem sungu um hann.
Á bekknum áttu sér stað áhugaverð samskipti en það náðist á myndband þegar portúgalski landsliðsmaðurinn svaraði stuðningsmönnum Aston Villa sem sungu um hann.
Bruno stóð upp, sneri sér og svaraði þeim.
„Þið syngið meira um mig en ykkar eigið lið. Ekki vera reiðir þó ég skori alltaf gegn ykkur," sagði Bruno léttur.
Hinn 31 árs gamli Fernandes hefur skorað meira gegn Aston Villa en nokkru öðru félagi. Í 13 leikjum gegn Villa hefur hann skorað sjö mörk og lagt upp þrjú til viðbótar.
Hér fyrir neðan má sjá myndband en fyrirliði United var líklega ekki eins léttur í leikslok þar sem hans menn töpuðu jú leiknum.
Bruno Fernandes had a back and forth with the Aston Villa fans when he got to the bench yesterday. pic.twitter.com/Cav4Szq2TN
— (fan) Frank ???????????? (@AmorimEra) December 22, 2025
Athugasemdir




