Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   sun 04. ágúst 2024 15:00
Sölvi Haraldsson
Ísak byrjar á sigri - Kolbeinn og félagar gerðu grátlegt jafntefli
Ísak Bergmann og félagar byrjuðu leiktíðina á sigri.
Ísak Bergmann og félagar byrjuðu leiktíðina á sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísak Bergman Jóhannesson spilaði allar 90 mínúturnar í dag með Fortuna Dusseldorf í 2-0 útisigri á Damstadt. Þetta var fyrsti leikur liðanna á leiktíðinni í Bundesliga 2.


Stefan Ljubicic fór útaf í 2-0 tapi hans manna í Skövde AIK gegn Örgryte í dag en Skövde AIK eru í umspilsfallsæti í sænsku B deildinni.

Albert Guðmundsson var ekki í hóp Genoa sem vann Monaco í æfingarleik 2-1 í morgun.

Mikael Egill Ellertsson kom inn á eftir klukkutímaleik hjá Venezia þegar þeir unnu 2-1 sigur á Zwolle í æfingarleik í dag. Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í hópnum hjá Venezia.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir byrjaði í 5-0 tapi Nordsjælland á Hoffenheim í dag. Þetta var seinasti æfingarleikur Nordsjælland á undirbúningstímabilinu en tímabilið hefst hjá þeim næstu helgi.

Kolbeinn Þórðarson og félagar í Gautaborg gerðu grátlegt 1-1 jafntefli við Djurgarden í dag. Kolbeinn byrjaði leikinn og var með betri mönnum vallarins. Gautaborg tók forystuna þegar rúmur klukkutími var búinn af leiknum en Djurgarden jafnaði leikinn á 92. mínútu. Grátlegt jafntefli fyrir Gautaborg sem eru aðeins einu stigi frá umspilsfallsætinu og tveimur stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner