Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 04. ágúst 2024 23:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael hættur hjá KFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikael Nikulásson er hættur sem þjálfari KFA. Frá þessu segir Kristján Óli Sigurðsson, sem er líkt og Mikael, meðlimur í Þungavigtinni.


KFA tapaði gegn Reyni Sandgerði í síðustu umferð í 2. deild en það var þriðja tap liðsins í röð. KFA er með 25 stig í 4. sæti eftir 15 umferðir.

Mikael var á sínu öðru tímabili með liðið en KFA var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar en liðið hafnaði í 3. sæti með jafn mörg stig og ÍR sem hafnaði í 2. sæti.

Mikael tók við KFA eftir að hafa þjálfað Njarðvík í 2. deild sumarið 2020.


Athugasemdir
banner
banner
banner