Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   sun 04. ágúst 2024 00:02
Sölvi Haraldsson
Segir Víking vera að fá leikmann Vestra
Ibrahimagic er á leið í fossavoginn.
Ibrahimagic er á leið í fossavoginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben, greindi frá því á X-inu rétt í þessu að Ibrahimagic, leikmaður Vestra, sé að gangi í raðir Víkings Reykjavík.


Ibrahimagic kom til Vestra fyrir tímabilið frá danska C deildar liðinu Naestved og hefur spilað 15 deildarleiki fyrir Vestfirðinga.

Vestri er á botni deildarinnar eins og staðan er í dag þegar 16 leikir eru búnir. Ibrahimagic er ekki eini leikmaður Vestra sem er á förum í sumarglugganum þar sem Toby King er á leiðinni til Gibraltar. 

Víkingar unnu Egnatia í seinni leik liðanna í evrópueinvíginu þar sem Víkingar fóru áfram. Þeir eru einnig á toppi deildarinnar og komnir í bikarúrslitin. Víkingar eru með einn besta mannskap sem menn muna eftir í efstu deild á Íslandi en þeir eru að missa menn í meiðsli eins og fylgir álaginu.

Ibrahimagic spilar aftarlega á vellinum en getur einnig leyst hafsentinn af. 

Víkingar hafa verið að missa miðjumenn sína í meiðsli upp á síðkastið Matti Villa verður frá í nokkrar vikur og Erlingur Agnarsson og Nikolaj Hansen voru ekki með í leiknum gegn Egnatia. Pablo Punyed fór þá meiddur af velli í Egnatia leiknum. 


Athugasemdir
banner
banner
banner