Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 04. september 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Katar: Tvenna frá Salah dugði ekki lærisveinum Heimis
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al Khor 2 - 2 Al Arabi
0-1 Mohamed Salah ('22)
0-2 Mohamed Salah ('39)
1-2 Ibrahim Amada ('72, víti)
2-2 Helal Al Saeed ('93)

Al Arabi heimsótti Al Khor í fyrstu umferð nýs tímabils í Katar og var Aron Einar Gunnarsson í byrjunarliðinu.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar voru betri í fyrri hálfleik og leiddu í leikhlé þökk sé tvennu frá Mohamed Salah.

Heimamenn tóku völdin eftir leikhlé og minnkaði Ibrahim Amada muninn úr vítaspyrnu á 72. mínútu.

Það var ekki fyrr en Í uppbótartímanum sem laglegt jöfnunarmark Helal Al Saeed fékk að líta dagsins ljós.

Hamdi Harbaoui, fyrrum leikmaður Anderlecht og Lokeren, var í byrjunarliði Al Arabi ásamt Marc Muniesa, fyrrum varnarmanni Barcelona og Stoke.

Al-Khor [2]-2 Al-Arabi - Great 93rd minute equalizer by Helal Al Saeed from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner