Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 17:53
Brynjar Ingi Erluson
Gerði fjórfalda skiptingu í fyrri hálfleik - Fyrsta sinn í sögu efstu deildar?
Jón Þór Hauksson var djarfur og gerði fjórfalda skiptingu á 38. mínútu
Jón Þór Hauksson var djarfur og gerði fjórfalda skiptingu á 38. mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Gísli Eyland var einn þeirra sem fór af velli
Jón Gísli Eyland var einn þeirra sem fór af velli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var rétt í þessu að gera fjórfalda skiptingu á liði sínu gegn KR og það í fyrri hálfleik en Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, veltir fyrir sér hvort þetta sé met í efstu deild.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  4 KR

Skagamenn lentu þremur mörkum undir í fyrri hálfleik. Aron Kristófer Lárusson gerði fyrsta markið á 14. mínútu áður en Sigurður Bjartur Hallsson gerði annað markið tólf mínútum síðar.

Atli Sigurjónsson kom svo boltanum í netið fyrir KR-inga í þriðja sinn í leiknum.

Eyþór Aron Wöhler náði að minnka muninn á 36. mínútu en þá var Jón Þór búinn að ákveða að kasta fjórum mönnum inná.

Oliver Stefánsson, Wout Droste, Benedikt Warén og Hlynur Sævar Jónsson komu allir inná fyrir þá Jón Gísla Eyland, Christan Köhler, Árna Salvar Heimisson og Hauk Andra Haraldsson.

Skagamenn svöruðu strax með öðru marki eftir skiptinguna í gegnum Gísla Laxdal Unnarsson og er staðan 3-2 í hálfleik. Það verður svo gaman að heyra hvað Jón Þór segir um þessa fjórföldu skiptingu í hálfleik.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta eiga sér stað í leik í efstu deild karla í knattspyrnu. Fjórföld skipting og það í fyrri hálfleik!

Það verður fróðlegt að ræða þetta við Jón Þór eftir leik,"
skrifaði Matthís Freyr Matthíasson, fréttaritari Fótbolta.net í textalýsingu.


Athugasemdir
banner
banner