Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. september 2022 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Brynjólfur skoraði í sigri - Vålerenga unnið átta af síðustu níu leikjum
Brynjólfur Andersen skoraði fyrsta deildarmark sitt í dag
Brynjólfur Andersen skoraði fyrsta deildarmark sitt í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði í 3-1 sigri Kristiansund á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í dag en þetta var þriðji sigur liðsins á tímabilinu.

Hann gerði annað mark liðsins undir lok fyrri hálfleiks en það gerði hann með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Sander Kartum.

Þetta var fyrsta mark Brynjólfs í deildinni á þessu tímabili og er Kristiansund áfram í neðsta sæti deildarinnar með 13 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður á 73. mínútu í 3-1 tapi Lilleström fyrir Vålerenga. Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Vålerenga.

Lilleström er í 3. sæti með 41 stig en Vålerenga með 36 stig í 5. sæti en liðið hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni og er á þvílíku flugi.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki Viking sem tapaði 4-1 fyrir Rosenborg. Kristall Máni Ingason var ekki með vegna meiðsla en Viking er í 6. sæti með 29 stig á meðan Rosenborg er í 4. sæti með 40 stig.

Bjarni Mark Antonsson kom inná sem varamaður á 85. mínútu er Start vann Sandnes, 5-3, í B-deildinni. Start er í 6. sæti með 36 stig.

Birkir Þór Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Volda TI sem tapaði fyrir Toten, 2-1, í fimmtu efstu deild í Noregi. Volda er í 9. sæti deildarinnar með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner