sun 04. september 2022 19:52
Brynjar Ingi Erluson
Ödegaard: Þetta var aldrei brot
Martin Ödegaard var alls ekki sáttur við ákvörðunina
Martin Ödegaard var alls ekki sáttur við ákvörðunina
Mynd: EPA
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, var ósáttur við dómgæsluna í 3-1 tapi liðsins gegn Manchester United á Old Trafford í dag og nefndi hann sérstaklega atvikið sem átti sér stað í byrjun fyrri hálfleiks.

Paul Tierney, dómari leiksins, tók mark af Arsenal á 11. mínútu en þá hafði Gabriel Martinelli skoraði eftir sendingu frá Bukayo Saka.

Tierney var sendur að VAR-skjánum til að skoða mögulegt brot í aðdragandanum. Martin Ödegaard ýtti þá við Christian Eriksen en samkvæmt hörðustu reglunum var þetta brot.

Eftir að hafa skoðað atvikið í rúma eina og hálfa mínútu ákvað hann að taka markið af Arsenal. Ödegaard segir að þetta hafi litið verr út í sjónvarpi en í raunveruleikanum og að þetta hafi aldrei verið brot.

„Mín skoðun er sú að þetta er aldrei brot. Þetta er frekar aumt og þetta verður að vera augljóst brot ef VAR á að stíga inn í þetta. Þetta er mjög aumt og það er hægt að láta hlutina líta verr út í myndavélinni en þetta var aldrei brot. Dómarinn sagði okkur að halda spilinu áfram," sagði Ödegaard eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner