Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. september 2022 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Viktor Freyr: Fyrst trúði ég ekki að hann væri að dæma víti
Viktor Freyr Sigurðsson
Viktor Freyr Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, var hetja liðsins er það gerði markalaust jafntefli við FH í Bestu deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 FH

Viktor var ekki með í síðasta leik eftir að hann meiddist í upphitun og stóð því Atli Jónasson í rammanum en hann varði vítaspyrnu í 4-0 tapi gegn Breiðabliki.

Aðalmarkvörðurinn var klár fyrir leikinn í kvöld og nú var röðin komin að honum að verja víti.

„Við fórum náttúrulega inn í þennan leik til að vinna en úr því sem komið var þá er eitt stig bara fínt. Við hefðum alveg getað potað inn marki, við áttum fín færi og góð augnablik. Við vildum vinna þennan leik,“ sagði Viktor við Vísi eftir leikinn.

Þetta var eftirminnilegur dagur hjá Viktori í markinu. FH-ingar fengu vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en Steven Lennon skaut í slá.

Gestirnir fengu aðra vítaspyrnu undir lok leiksins er Ólafur Guðmundsson féll í teignum. Björn Daníel Sverrisson fór á punktinn og sá Viktor við honum og tryggði Leikni stigið.

„Ég fyrst trúði því ekki að hann væri að dæma víti, þetta var svo lítið. Það sem maður hugsar er bara að verja, það er ekkert annað. Ég er ekki að fara í markið til að fá á mig mark,“ sagði Viktor sem undirbjó sig ekkert sérstaklega fyrir þennan leik.

„Alls ekki. Ég var ekkert viss um að hann væri vítaskyttan þeirra, Lennon tók fyrra vítið og ég ákvað bara að halda mig við sama horn og það virkaði fínt.“ sagði Viktor ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner