fös 04. október 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM kvenna: María skoraði í sigri Noregs
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir.
Mynd: Getty Images
María Þórisdóttir var á skotskónum fyrir norska landsliðið í mjög svo þægilegum sigri gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins 2021. Leikurinn fór fram í Borisov í Hvíta-Rússlandi.

Hvíta-Rússland komst óvænt yfir á 18. mínútu, en Noregur jafnaði og komst yfir áður en flautað var til hálfleiks. Isabell Herlovsen skoraði tvö og gerði María þriðja markið fyrir leikhlé.

María, sem leikur með Chelsea á Englandi, er dóttir Þóris Hergeirssonar sem þjálfar norska kvennalandsliðið í handbolta. Hún valdi að spila fyrir Noreg enda hefur hún búið alla sína ævi í Noregi.

Noregur bætti við fjórum mörkum til viðbótar í seinni hálfleiknum og lokatölur því 7-1 fyrir Noreg.

Noregur er með fullt hús stiga í sínum riðli eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner