Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 04. október 2020 14:19
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir: Fjórar níur í sannfærandi sigri West Ham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
West Ham United átti nánast fullkominn leik er liðið heimsótti Leicester City í enska boltanum í dag.

Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir og var Michail Antonio valinn sem maður leiksins. Hann var gríðarlega líflegur í fremstu víglínu og gerði fyrsta markið með skalla. Declan Rice, Jarrod Bowen og Angelo Ogbonna þóttu einnig skara framúr og fengu 9 í einkunn, rétt eins og Antonio.

Hamrarnir áttu frábæran leik og var enginn leikmaður liðsins sem fékk undir 7. Aftur á móti var enginn leikmaður Leicester sem fékk yfir 6 í einkunn.

Leicester: Schmeichel (6), Justin (5), Soyuncu (5), Amartey (5), Evans (6), Castagne (5), Mendy (6), Perez (5), Tielemans (5), Barnes (6), Vardy (6)
Varamenn: Iheanacho (6), Under (6)

West Ham: Fabianski (7), Coufal (8), Balbuena (8), Ogbonna (9), Cresswell (8), Masuaku (7), Bowen (9), Soucek (8), Rice (9), Fornals (8), Antonio (9)



Stuart Armstrong var besti maður vallarins er Southampton sigraði nýliða West Bromwich Albion á nokkuð sannfærandi máta.

Armstrong kippti í alla strengina í dag og lagði upp seinna markið í 2-0 sigri. Hann var eini leikmaður vallarins með 8 í einkunn.

Enginn leikmaður West Brom þótti skara framúr. Þeirra bestu menn voru í varnarlínunni en tókst ekki að halda Southampton í skefjum.

Southampton: McCarthy (6), Walker-Peters (7), Bednarek (7), Vestergaard (7), Bertrand (7), Armstrong (8), Ward-Prowse (7), Romeu (7), Djenepo (7), Adams (7), Ings (7).
Varamenn: Redmond (7)

West Brom: Johnstone (6), O’Shea (7), Bartley (7), Ajayi (7), Townsend (6), Livermore (6), Sawyers (5), Pereira (6), Edwards (5), Diangana (6), Robinson (6).
Varamenn: Field (6), Robson-Kanu (5), Krovinovic (5)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner