Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 04. október 2020 17:54
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Örn: Búið að vera ótrúlega lærdómsríkt tímabil
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta skellti sér í heimsókn til Keflavíkur og mætti þar liði heimakvenna sem tryggðu sér nýverið sæti í Pepsi Max deild Kvenna.
Keflavíkurkonur komust yfir strax á annari mínútu leiksins þegar Paula Isabelle Germino Watnick setti boltann í netið í fyrstu sókn Keflavíkur í leiknum. Natasha Moraa Anasi bætti við öðru marki fyrir Keflavík eftir stundarfjórðungs leik en Bjargey Sigurborg Ólafsson minnkaði munin fyrir gestina fyrir hálfleik og hálfleikstölur því 2-1.
Kristrún Ýr Holm gerði eina mark síðari hálfleiks á 64.mínútu og þurfti lið Gróttu því að sætta sig við að halda stigalausar heim á leið.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var fjörugur leikur. Mér fannst við byrja leikinn mjög illa fáum á okkur tvö mörk en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum hvernig karakter þær sýndu með að koma sér aftur inn í þetta, minnka munin og þjarma að mjög sterku liði Keflavíkur fram í hálfleikinn.“
Sagði Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu um leik sinna kvenna í dag.

Lið Gróttu er nýliði í Lengjudeildinni eftir að Magnús stýrði þeim upp úr 2.deildinni í fyrra. Lovísa Falsdóttir fréttaritari Fótbolta.net á Nettóvellinum spurði Magnús sem er á sínu öðru tímabili með liðið hvort hann ætlaði sér að halda áfram með liðið?

„Þetta er búið að vera ótrúlega lærdómsríkt tímabil og mjög kaflaskipt. Við byrjum frábærlega en svo hefur okkur gengið mjög illa að sækja stig eftir covid pásuna. Ég er mjög áhugasamur um að
fá að taka allavega eitt tímabil í viðbót með liðinu en samningurinn minn er að renna út þannig að við þurfum að ræða málin hvort það er áhugi að hafa mann áfram. “

Grótta er líkt og áður sagði nýliði í deildinni og mun enda í sætum 5-7 eftir því hvernig spilast úr loka umferð deildarinnar. Er það á pari við væntingar Gróttu fyrir mót?

„ Frábært að halda sæti sínu í deildinni og sem nýliði verður maður að sýna auðmýkt og fagna því að hafa fest sig í sessi í deildinni. En ég get alveg sagt það núna að við ætluðum okkur stærri hluti. Við ætluðum okkur að koma á óvart sem við og gerðum en svo héldum við alls ekki út og hefðum viljað vera með fleiri stig og aðeins ofar í töflunni þó við auðvitað fögnum því að spila aftur í þessari skemmtilegu deild á næsta ári. “

Sagði Magnús Örn Helgason en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner