Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 04. október 2020 17:54
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Örn: Búið að vera ótrúlega lærdómsríkt tímabil
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta skellti sér í heimsókn til Keflavíkur og mætti þar liði heimakvenna sem tryggðu sér nýverið sæti í Pepsi Max deild Kvenna.
Keflavíkurkonur komust yfir strax á annari mínútu leiksins þegar Paula Isabelle Germino Watnick setti boltann í netið í fyrstu sókn Keflavíkur í leiknum. Natasha Moraa Anasi bætti við öðru marki fyrir Keflavík eftir stundarfjórðungs leik en Bjargey Sigurborg Ólafsson minnkaði munin fyrir gestina fyrir hálfleik og hálfleikstölur því 2-1.
Kristrún Ýr Holm gerði eina mark síðari hálfleiks á 64.mínútu og þurfti lið Gróttu því að sætta sig við að halda stigalausar heim á leið.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var fjörugur leikur. Mér fannst við byrja leikinn mjög illa fáum á okkur tvö mörk en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum hvernig karakter þær sýndu með að koma sér aftur inn í þetta, minnka munin og þjarma að mjög sterku liði Keflavíkur fram í hálfleikinn.“
Sagði Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu um leik sinna kvenna í dag.

Lið Gróttu er nýliði í Lengjudeildinni eftir að Magnús stýrði þeim upp úr 2.deildinni í fyrra. Lovísa Falsdóttir fréttaritari Fótbolta.net á Nettóvellinum spurði Magnús sem er á sínu öðru tímabili með liðið hvort hann ætlaði sér að halda áfram með liðið?

„Þetta er búið að vera ótrúlega lærdómsríkt tímabil og mjög kaflaskipt. Við byrjum frábærlega en svo hefur okkur gengið mjög illa að sækja stig eftir covid pásuna. Ég er mjög áhugasamur um að
fá að taka allavega eitt tímabil í viðbót með liðinu en samningurinn minn er að renna út þannig að við þurfum að ræða málin hvort það er áhugi að hafa mann áfram. “

Grótta er líkt og áður sagði nýliði í deildinni og mun enda í sætum 5-7 eftir því hvernig spilast úr loka umferð deildarinnar. Er það á pari við væntingar Gróttu fyrir mót?

„ Frábært að halda sæti sínu í deildinni og sem nýliði verður maður að sýna auðmýkt og fagna því að hafa fest sig í sessi í deildinni. En ég get alveg sagt það núna að við ætluðum okkur stærri hluti. Við ætluðum okkur að koma á óvart sem við og gerðum en svo héldum við alls ekki út og hefðum viljað vera með fleiri stig og aðeins ofar í töflunni þó við auðvitað fögnum því að spila aftur í þessari skemmtilegu deild á næsta ári. “

Sagði Magnús Örn Helgason en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner