Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   sun 04. október 2020 17:54
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Örn: Búið að vera ótrúlega lærdómsríkt tímabil
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta skellti sér í heimsókn til Keflavíkur og mætti þar liði heimakvenna sem tryggðu sér nýverið sæti í Pepsi Max deild Kvenna.
Keflavíkurkonur komust yfir strax á annari mínútu leiksins þegar Paula Isabelle Germino Watnick setti boltann í netið í fyrstu sókn Keflavíkur í leiknum. Natasha Moraa Anasi bætti við öðru marki fyrir Keflavík eftir stundarfjórðungs leik en Bjargey Sigurborg Ólafsson minnkaði munin fyrir gestina fyrir hálfleik og hálfleikstölur því 2-1.
Kristrún Ýr Holm gerði eina mark síðari hálfleiks á 64.mínútu og þurfti lið Gróttu því að sætta sig við að halda stigalausar heim á leið.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var fjörugur leikur. Mér fannst við byrja leikinn mjög illa fáum á okkur tvö mörk en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum hvernig karakter þær sýndu með að koma sér aftur inn í þetta, minnka munin og þjarma að mjög sterku liði Keflavíkur fram í hálfleikinn.“
Sagði Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu um leik sinna kvenna í dag.

Lið Gróttu er nýliði í Lengjudeildinni eftir að Magnús stýrði þeim upp úr 2.deildinni í fyrra. Lovísa Falsdóttir fréttaritari Fótbolta.net á Nettóvellinum spurði Magnús sem er á sínu öðru tímabili með liðið hvort hann ætlaði sér að halda áfram með liðið?

„Þetta er búið að vera ótrúlega lærdómsríkt tímabil og mjög kaflaskipt. Við byrjum frábærlega en svo hefur okkur gengið mjög illa að sækja stig eftir covid pásuna. Ég er mjög áhugasamur um að
fá að taka allavega eitt tímabil í viðbót með liðinu en samningurinn minn er að renna út þannig að við þurfum að ræða málin hvort það er áhugi að hafa mann áfram. “

Grótta er líkt og áður sagði nýliði í deildinni og mun enda í sætum 5-7 eftir því hvernig spilast úr loka umferð deildarinnar. Er það á pari við væntingar Gróttu fyrir mót?

„ Frábært að halda sæti sínu í deildinni og sem nýliði verður maður að sýna auðmýkt og fagna því að hafa fest sig í sessi í deildinni. En ég get alveg sagt það núna að við ætluðum okkur stærri hluti. Við ætluðum okkur að koma á óvart sem við og gerðum en svo héldum við alls ekki út og hefðum viljað vera með fleiri stig og aðeins ofar í töflunni þó við auðvitað fögnum því að spila aftur í þessari skemmtilegu deild á næsta ári. “

Sagði Magnús Örn Helgason en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner