Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 04. október 2020 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Bodö/Glimt óstöðvandi - Álasund langneðst
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: IK Start
Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði Viking sem tók á móti Ara Leifssyni og félögum í Strömsgodset í norska boltanum í dag.

Ari Leifs var í byrjunarliði gestanna sem voru með forystuna allt þar til Viking jafnaði í uppbótartíma.

Valdimar Þór Ingimundarson, sem gerði frábæra hluti með Fylki í sumar, var ónotaður varamaður hjá Strömsgodset.

Viking er í efri hluta deildarinnar, átta stigum frá Evrópusæti. Þetta var fimmta jafntefli Strömsgodset í röð og er liðið fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Viking 2 - 2 Strömsgodset
0-1 L. Salvesen ('53)
0-2 J. Hove ('74)
1-2 V. Vevatne ('76)
2-2 De Lanlay ('94)

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn er topplið Bodö/Glimt hélt áfram á sigurbraut og lagði Sandefjord að velli.

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord en honum var skipt útaf á 58. mínútu til að gera pláss fyrir Emil Pálsson.

Bodö/Glimt komst í tveggja marka forystu snemma leiks og vann á endanum 2-1 sigur. Liðið er með 18 stiga forystu á Rosenborg á toppi deildarinnar á meðan Sandefjord er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Bodö/Glimt 2 - 1 Sandefjord
1-0 S. Fet ('1)
2-0 U. Saltnes ('29)
2-1 L. Markmanrud ('39)

Íslendingalið Álasundar tapaði þá á heimavelli gegn Kristiansund. Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn á meðan Daníel Leó Grétarsson var ónotaður varamaður.

Leikurinn var jafn og voru heimamenn ekki nógu góðir að nýta færin sín. Álasund komst yfir en gestirnir sneru stöðunni við í síðari hálfleik.

Íslensku strákarnir í Álasund eru á leið beinustu leið niður um deild en þeir eru aðeins komnir með 7 stig eftir 20 umferðir.

Ålesund 1 - 2 Kristiansund
1-0 M. Karlsbakk ('28)
1-1 F. Moumbagna ('53)
1-2 L. Kalludra ('65)

Að lokum rúllaði Start yfir Haugesund í fallbaráttunni en Jóhannes Harðarson er þjálfari liðsins og er Guðmundur Andri Tryggvason samningsbundinn félaginu.

Guðmundur Andri var ekki í hóp en Start skoraði fimm mörk í mikilvægum fallbaráttuslag sem sendir skýr skilaboð til annarra fallbaráttuliða. Ulrik Fredriksen, varnarmaður Haugesund, varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk í leiknum.

Start er í fallsæti eftir stórsigurinn, fjórum stigum eftir Haugesund.

Start 5 - 1 Haugesund
1-0 U. Fredriksen ('14, sjálfsmark)
2-0 El Makrini ('18)
3-0 E. Schulze ('32)
3-1 I. Wadji ('54)
4-1 E. Schulze ('60)
5-1 U. Fredriksen (91, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner