Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2020 19:51
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Getum ekki samþykkt svona frammistöðu
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir vandræðalegt 1-6 tap gegn Tottenham Hotspur á Old Trafford í dag.

Tottenham var marki yfir þegar Anthony Martial fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. Gestirnir bættu fjórum mörkum við, tveimur í sitthvorum hálfleik, eftir hver mistökin fætur öðrum í varnarleik Rauðu djöflanna.

„Enska er mitt annað tungumál svo það er erfitt að lýsa hvernig mér líður núna. Þetta er hræðileg tilfinning. Mér hefur ekki liðið svona illa á tíma mínum hjá Manchester United, hvorki sem leikmaður né þjálfari," sagði Solskjær.

„Ég hef verið partur af stórum töpum hjá þessu félagi og við höfum alltaf náð okkur aftur, núna þurfum við að leyfa strákunum að dreifa huganum með landsliðunum og finna taktinn þar. Við þurfum að standa með strákunum sem eru eftir og hjálpa þeim að gíra sig aftur upp. Allir gera mistök, þau eru partur af lífinu. Við gerðum mikið af mistökum í einum fótboltaleik og það sést í úrslitunum, við töpuðum gegn mjög gæðamiklu liði.

„Við getum ekki samþykkt svona frammistöðu. Ég set hendurnar upp og tek sökina á mig."


Man Utd er með þrjú stig eftir þrjár umferðir eftir nauman sigur gegn Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner