Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   þri 04. október 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurður Egill framlengir við Val út 2025 (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson hefur framlengt samning sinn við Val til næstu þriggja ára eða út tímabilið 2025. Gamli samningur hans átti að renna út eftir yfirstandandi tímabil.

Sigurður Egill, sem er þrítugur, hefur verið hjá Val síðan 2013. Sem leikmaður félagsins hefur hann þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann spilað tólf Evrópuleiki með liðinu.

Í sumar hefur hann komið við sögu í átján deildarleikjum og eftir að Ólafur Jóhannesson tók við af Heimi Guðjónssyni hefur Sigurður að mestu spilað í vinstri bakverðinum eftir að hafa spilað á kantinum lengst af á sínum ferli.

Leikmenn Vals sem eru að renna út á samningi:
Sebastian Hedlund 1995 31.10.2022
Birkir Már Sævarsson 1984 16.10.2022
Rasmus Christiansen 1989 16.10.2022
Birkir Heimisson 2000 16.10.2022
Orri Sigurður Ómarsson 1995 16.10.2022
Arnór Smárason 1988 16.10.2022
Andri Adolphsson 1992 16.10.2022
Lasse Petry 1992 30.11.2022
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner