Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
   mið 04. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Curtis Jones fer í þriggja leikja bann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Curtis Jones fer í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið beint rautt spjald í dramatísku 2-1 tapi Liverpool gegn Tottenham um helgina.

Liverpool endaði leikinn með níu leikmenn á vellinum og komst grátlega nálægt því að halda í 1-1 jafntefli til leiksloka, þar til heimamenn í Tottenham gerðu sigurmark á 96. mínútu.

Liverpool kvartaði undan dómgæslunni að leikslokum, þá sérstaklega undan marki sem Luis Díaz skoraði en var ranglega dæmt ógilt, og áfrýjaði rauða spjaldi Jones. Þeirri áfrýjun hefur verið hafnað.

   02.10.2023 14:30
Liverpool áfrýjar rauða spjaldinu sem Curtis Jones fékk


Jones fékk upprunalega að líta gult spjald fyrir brotið en Simon Hooper breytti litnum á spjaldinu eftir að hafa fengið orð í eyra úr VAR-herberginu og skoðað atvikið aftur.

Jones missir af leikjum gegn Brighton, Everton og Nottingham Forest í október.

Diogo Jota var þá rekinn útaf með tvö gul spjöld gegn Tottenham og missir af næsta leik gegn Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner