Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mið 04. október 2023 10:38
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópurinn: Gylfi valinn (Staðfest) - Aron í hópnum
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar í hópnum.
Aron Einar í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi er mættur aftur.
Sverrir Ingi er mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið hóp sem mætir Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni EM 2024.

Leikirnir fara báðir fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir fyrst Lúxemborg föstudaginn 13. október og Liechtenstein mánudaginn 16. október.

Ísland þarf að vinna þessa báða leiki til að halda í einhverja von um að komast á EM í gegnum riðilinn.

Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið en hann lék síðast fyrir Ísland í nóvember 2020. Gylfi hefur leikið 78 landsleiki fyrir Ísland og skorað 25 mörk.

Gylfi hefur aðeins komið við sögu í einum leik með Lyngby og lék þá um tuttugu mínútur. Gylfi hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna bakvandamála en ætti þó að spila næsta deildarleik liðsins á föstudaginn.

Aron Einar óvænt í hópnum - Jói Berg er meiddur
Athygli vekur að Aron Einar Gunnarsson er í hópnum. Landsliðsfyrirliðinn hefur verið að glíma við meiðsli og hefur ekki verið að spila fyrir félagslið sitt, Al-Arabi í Katar.

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, er meiddur og er ekki í hópnum og það sama á við um Hörð Björgvin Magnússon sem er í langtímameiðslum. Þá detta Valgeir Lunddal Friðriksson, Mikael Egill Ellertsson og Sævar Atli Magnússon einnig út úr hóp.

Sverrir Ingi, Andri Lucas og Arnór Sig í hópnum
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er kominn aftur inn eftir meiðsli og Andri Lucas Guðjohnsen er valinn. Andri var í U21 landsliðinu í síðasta glugga en hann hefur farið á kostum í markaskorun með Lyngby.

Þá kemur Arnór Sigurðsson einnig inn í hópinn en hann er kominn til baka af meiðslalistanum og er strax kominn með tvö mörk fyrir sitt nýja félag, Blackburn Rovers.

Age Hareide situr fyrir svörum á fréttamannafundi á eftir og Fótbolti.net færir ykkur fréttir af því sem þar kemur fram.

Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson - C.D. Mafra - 4 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson - Cardiff - 26 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg - 4 leikir

Alfons Sampsted - FC Twente - 18 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - K.A.S. Eupen - 38 leikir, 1 mark
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 101 leikur, 5 mörk
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 26 leikir, 1 mark
Sverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 42 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby - 4 leikir
Guðmundur Þórarinsson - OFI Crete - 12 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 20 leikir, 3 mörk
Júlíus Magnússon - Fredrikstad - 5 leikir
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 49 leikir, 5 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax
Gylfi Þór Sigurðsson - Lyngby - 78 leikir, 25 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - Lille - 13 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby - 15 leikir, 4 mörk
Mikael Neville Anderson - AGF - 22 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 30 leikir, 4 mörk
Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 4 leikir
Arnór Sigurðsson - 27 leikir, 2 mörk
Alfreð Finnbogason - K.A.S. Eupen - 69 leikir, 17 mörk
Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 2 leikir
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Portúgal 10 10 0 0 36 - 2 +34 30
2.    Slóvakía 10 7 1 2 17 - 8 +9 22
3.    Lúxemborg 10 5 2 3 13 - 19 -6 17
4.    Ísland 10 3 1 6 17 - 16 +1 10
5.    Bosnía-Hersegóvína 10 3 0 7 9 - 20 -11 9
6.    Liechtenstein 10 0 0 10 1 - 28 -27 0
Athugasemdir
banner
banner
banner